Friday, May 17, 2013

Jæja - er ekki kominn tími til að endurvekja þetta blogg aðeins :)

Þið kannski hrökkvið í gírinn við að renna í gegnum gamla pósta og einhverjar myndir.

Ef einhverjir vilja pósta hérna inn á endilega bara senda á mig línu og ég opna aðgang en annars er fullt af fólki með aðgang til að skrifa á þetta blogg :)

Hlakka til að heyra í ykkur og frá ykkur.

Sonja

Saturday, May 31, 2008

Takk fyrir mjög skemmtilegt kvöld, það var svo gaman að hitta alla og sjá.
Hér eru myndir kvöldsins:
http://js.smugmug.com/gallery/5061920_MS2DY

En það eru nú ekki margar úr partýyinu mínu hér heima. Ef fleiri vita um síður þar sem eru myndir frá kvöldin þá endilega láta vita hér í commentið.

Takk,

Þunn!

Tuesday, May 27, 2008

Jæja - þá er föstudagurinn 30. maí bara á NÚNA á föstudaginn og vonandi allir með daginn í huga ennþá.

Plan kvöldsins er svona:
19:00 Partý á Leifsgötu 16, efstu hæð (Sonja s: 694-6434) - ER EINSTEFNUGATA, sjá kort.
ATH - því miður þurfa gestir að gera ráð fyrir að fara úr skóm, (kvk og kk)
21:30 Partý á Grandagarði - bjór, gin og skot á næstum kostnaðarverði
03:00 Dagskrá formlega lokið

Partýið hér hjá mér verður með 6-D og þar sem að þetta er nú föstudagur og partýið hefst um kl 19 þá verða samlokur/tortillas hjá mér og að sjálfsögðu e-ð af blandi.

Í Grandagarði verður snarl í boði einnig en meira svona snakk bara, t.d. hnetur ofl.

Það kostar því 2000 kall inn í stóra partýyið og ég væri rosalega glöð ef þið sæjuð ykkur fært að blæða 300 kalli í mitt partý. Þið verðið að koma með reiðufé því ég mun safna saman 2000 köllunum í partýinu hjá mér.

Ég hef enn ekkert heyrt frá Rafni né ÓBÓ!

Ef plön ykkar hafa breyst þá endilega láta mig vita svo ég viti fjöldann sem kemur - sjá stöðu ykkar hér neðar á blogginu.

Leifsgata - hægt er að smella á myndir til að sjá þær stærri:

Grandagarður:

Tuesday, April 29, 2008

Nýjasta uppfærsla á stöðunni í byrjun maí:

Eftir nokkra tölvupósta undanfarið auk þess sem ég hef setið um fólk á msn og facebook þá er þetta niðurstaðan í dag:

Nafn - Staða
Birgitta Björnsdóttir - nei, býr í London
Elsa Karen Jónasdóttir - já
Helga Kjartansdóttir - veit ekkert um hana
Hildur Eiríks - nei, býr í Lux
Hildur Þórarinsdóttir - já
Heiðrún Ó. Jónsdóttir - já
Ingvar Þ. Sverrisson - nei, nám í Ungverjalandi
Jóhann B. Skúlason - nei, verður í Tyrklandi
Jóhanna Laura Hafstein - nei, eiga barn í London
Jónas Hvannberg - já
Kristbjörg Þórisdóttir - nei, nam í DK
Kristín Þóra Jóhannesdóttir - já
Óli Björn Ólafsson - bíð eftir svari
Rafn Einarsson - engin svör ennþá
Ragnar Karel Gunnarsson - nei, kemur kannski i Grandagarð
Sonja Þórsdóttir - já
Sigurbjörn M. Gunnlaugsson - já
Snæbjörn Sigurðsson - nei, í Lux
Sólveig Kristín Guðnadóttir - já
Telma Kjaran - nei , á Tenerife
Þórunn Pálina Jónsdóttir - nei, í Tókíó

Ég hélt að fólk væri farið að róa sig og svona setjast niður en það eru allir bara á fullu flandri ennþá.

Nú vantar mig bara ÓBÓ og Helgu Kjartans ef e-r veit eitthvað!!

Sonja

Thursday, April 24, 2008

Best að skrifa nýja færslu svo að sú efsta sé ekki frá 2005!

Við skemmtum okkur allavega stórvel þarna 2005 og ekki verður það síðra núna 2008. Það er enn ekki komin staðsetning á salinn en fólk fær að vita af því um leið og e-ð gerist.

Partý þarf að halda og spurning hver býður sig fram í það! Ég gæti nú alveg hugsanlega boðist til þess - kannski.

Ég ætlaði að uppfæra linkana hérna til vinstri "fólkið" en við erum nú ekkert rosalega bloggvænn bekkur ;)

Endilega bara svo vera smá virk - væri frábært að fá smá svona update hvað fólk er að gera og búið að vera gera. Það gaf allavega góða raun hjá Sibba þarna 2005 að vita svona smá fyrirfram :)

Hlakka til að heyra og sjá af ykkur.

Sonja

Sunday, January 30, 2005

TAKK FYRIR MIG! Það var alveg frábært að hitta alla aftur og okkur tókst að sleppa að mestu við svona "hvað ert þú að gera" spurningar en við vorum sammála um það að fyrir næsta partý verður skylda að setja hér inn svona helstu upplýsingar um sig annars.....
Við hefðum þó gjarnan viljað sjá Hildarnar tvær, Heiðrúnu og Helgu Kjartans - þeir sem ekki eru á landinu eða voru að vinna eru löglega afsakaðir ;)
Það kom ýmislegt í ljós og við erum komin með nýjar slóðir á barnaland.is, bara eftir að skella þeim inn. Ég er samt alveg úrvinda eftir gærkvöldið og nóttina - við vorum niður í bæ til klukkan 06 takk fyrir, enda ekki farin úr partýinu fyrr en um 03 held ég ;)
En látum myndirnar bara segja svona það helsta:






,





CIAO, Sonja



Friday, January 28, 2005

ok - best að uppfæra þessar upplýsingar hér skv. athugasemdum. Hún Telma er víst líka búin að fjölga í heiminum og spurning hvort maður geti fundið hennar síðu á barnalandi.is! Svo er Krístín orðin FRÚ Kristín og best að muna það í kvöld þegar við ávörpum hana ;) en annars þarf sérstakt lykilorð til þess að fylgjast með þroska og framförum stráksins hennar undir slóðinni barnaland.is/barn/23745
Hendi inn nokkrum myndum í viðbót:
, ,
, ,

Sjáumst í kvöld!

Thursday, January 27, 2005

Sko - þetta hefst allt með þrautseigjunni! Kannski var Sibbi búinn að finna þetta en lumar bara á þessu, en ég fann allavega Snæbjörn og fjölskyldu á netinu. Eins og sjámá af þessum slóða virðast þeir vera nokkuð glaðir í útlandinu: http://www.barnaland.is/barn/13222/album/155057/img/20050123165850_2.jpg
Jæja - ég held þá bara áfram að blaðra hér, kannski ef ég bulla nógu mikið þá verð ég beðin um að hætta en það væru þá allavega fleiri að skrifa hér inn en ég. Ég hef svo sem ekkert að segja - ekki frekar en vanalega, sei sei nei nei.... Mér gekk ekkert að senda póst á ÓBÓ á þetta lhí netfang svo ef e-r veit eitthvað þá er það vel þegið, Tóta varst þú ekki með rétt netfang? Mér finnst alveg æðislegt að finna þessi blogg - vissi ekki að það leyndust bloggara innan bekkjarins. Ég er bara mest hissa að þessar mæður skuli ekki vera með neitt á barnaland.is - þær kannski eru það en ekki auðvelt að finna börnin ef maður veit bara hvað mamman heitir :/ Er staðan ekki sú að mæður eru:



Afsakið Helga Jóns - en ég á bara ekki mynd af þér!

og er þessi ekki eini pabbinn:


Hvernig stendur með giftingar - er Heiðrún sú eina?

Það væri alveg fínt að vera komin með þetta á hreint svo allir þurfi ekki að spyrja alla um þessa hluti - spurning um að fólk hafi bara spjöld á sér: " er ekki gift(ur), er að vinna/í skóla, er komin(n) með x börn "?
Hæ hæ allir
Ef þið eruð í e-m vandræðum með að komast inn þá er ég búin að skoða þá sem skráðu sig inn á þessa síðu og ef ég sá hér inni og í listanum frá Elsu var sama netfang þá sendi ég á það netfang smá póst. Þeir aðilar geta þá fengið lykilorð og notandanafn sent í pósti. Ég er að vinna í að senda hinum "boð" og ef e-r fær ekki sem er að lesa þá bara að bögga mig :)

Væri mjög gaman að heyra frá þeim sem eru búnir að koma sér hingað inn eða bara skrifa athugasemd - leiðinlegt að vera blaðra tilgangslaust út í loftið!!

Best að skella inn annarri mynd að gamni - svo það séu e-jar breytingar á þessari síðu.
.

Wednesday, January 26, 2005

PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ
Vildi bara minna á partýið ef e-r skyldi álpast hérna inni af slysni ;)
Það verður núna á föstudaginn, þann 28. janúar og var viljandi haft makalaust svo ekki væru vanddræði að finna pössun :) Ég hlakka til að sjá alla en þó aðallega Elsu mína sem ég sé svo lítið af eftir að hún flutti út í sveit og ég orðin miðbæjarrotta. Já já - endilega að skrifa hérna inn smá, sérstaklega ef þið komist ekki.

Ætla að prófa að henda inn nokkrum gömlum myndum næstu 3 daga og hérna koma þær fyrstu:







Bara til að minna okkur á hver er að redda húsnæðinu;)

Tuesday, June 03, 2003

Úpps - gleymdi! Aðalpartýið verður í löggusalunum í Brautarholti 30 og þar verður stór bjór á vægu verði en annað vín á frekar svona almennu verði! Það mun kosta 1000 kall inn og það skal borga í bekkjarpartýiinu í "cash" takk fyrir !! ;)
OK - allir núna vantar PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTÝ PARTY!!!!!!!!!!!!!!!!!! Það verður nú bara milli svona 19 ot 21 svo það er ætti hver sem er að geta haldið - t.d. er ég alveg tilbúin nema hvað ég bý úti í rassgati ;) Jæja - er að drífa mig ROOOOOSALEGA mikið, lenti í andskotans botnlangauppskurði og lá rúmföst í 4 sólarhringa! Djöfulsins djöfull, máttti ekki vera að þessum andskota - helvítans botnlangi. Endilega látiði heyra í ykkur!

Monday, May 26, 2003

Ég er að lesa fyrir próf og kem ekki heim til Íslands fyrr en 10.júní! Mér þykir mjög leiðilegt að missa af þessu reunioni...ekki beint árgangsins, heldur bekkjarins. Ef ég væri á landinu hefði ég haldið partý og langar reyndar voða mikið að halda bekkjarpartý í sumar. En ég bíst við að fólk vilji bíða einhver ár aftur áður en það fer að djamma aftur saman...?
Góðar stundir.
Jú - það er samt lítið að frétta í bili! Hvernig er það annars með alla hina - eruð þið dauð? Nú er einmitt tími til að skrifa sem aldrei fyrr og koma upp stemningu. Partýið er enn óráðið - HJÁLP!!!!! En heildarpartýið verður í lögreglusalnum og ágætis díll á bjór! Annars er fundur í kvöld og því nánari upplýsinga að vænta á næstunni!! Eru annars engar hugmyndir frá ykkur með t.d. minningabók eða hvað?

Thursday, May 08, 2003

OK - hæ, ég aftur!! Ekki taka þessu með lögreglusalinn - það gæti breyst!!! Ég ætla að eyða því burt svo þið sem vitið ekki um hvað ég er að tala það skiptir ekki máli!!

Monday, May 05, 2003

Sem sagt þá ætla þessir að mæta:
Sonja, Elsa, Kristín, Heiðrún, Sibbi,Sólveg, Snæbjörn, Sólveig, Kidda (þú kemur!!!), Jói og Jónas.
En hvað með ykkur hin???????????
Afsakið ef ég er að gleyma e-m sem hefur þegar tilkynnt sig :P
ok - aftur að próflestri!!

Wednesday, April 23, 2003

Gaman að heyra í nýju fólki hérna inni - endilega blaðrið meira! En í sambandi við endurfundina þá ráða menn því sjálfir hvort betri/verri helmingurinn fær að fljóta með - það eru allir velkomnir, líka þeir sem hættur eftir 3., 4., eða 5 bekk!! Annars lýsi ég bara enn og aftur eftir myndum - MYNDIR MYNDIR MYNDIR MYNDIR MYNDIR!!! Ég get mögulega komist í skanna ef e-r á skemmtilegar myndir en þekkir ekkert tölvunörd. Svo lýsi ég líka enn og aftur eftir öllum mögulegum hugmyndum fyrir partýið á undan og jafnvel eitt þar á undan ;)